Keilir

•október 19, 2009 • Færðu inn athugasemd

Unnin mynd eftir afrakstur dagsins, í raun það eina sem tókst almennilega.

Keilir

Svanadís

•október 11, 2009 • Færðu inn athugasemd

Þetta er orðið að einhverju öðru en ljósmynd enda samansett verk, unnið bæði í Photoshop og Lightroom.
Ég tók myndina af Ljósbrá í gær og fór út í fikt og pælingar.
Í morgunn fór ég svo í að klára myndina eftir að hafa skilið við hana í nógu langan tíma til að sjá hana með öðrum augum.
Þetta er semsagt útkoman og það sem ég lagði upp með, draumkennd sýn með áhrifum frá svanavatninu.

Svanavatnid

Einmana engill

•október 9, 2009 • Færðu inn athugasemd

engill

Síðustu geislarnir.

•október 3, 2009 • Færðu inn athugasemd

blom

Yfirgefið hús á norðurlandi.

•september 22, 2009 • Færðu inn athugasemd

Deserted

Nýtt og gamalt

•september 13, 2009 • Færðu inn athugasemd

Ég hef alltaf gaman að gömlum myndum, útlitið og áferðin. Stundum reyni ég að skapa þetta útlit sjálfur með eigin myndum, vonandi er útkoman góð.

Old

Mynd segir meira en…

•júlí 23, 2009 • Færðu inn athugasemd

Ég blogga lítið hérna, svo mikið er víst, en því meira tjái ég forvitni mína og sýn á veröldina með ljósmyndum. Því vil ég endilega benda fólki á kassann sem sést hér hægra megin við bloggfærsluna en þar birtast reglulega nýjustu myndirnar sem ég hef tekið og sett á http://www.flickriver.com/photos/gillimann/ (fínn linkur til að setja í address).
Einnig er hægt að smella á link nefndan ,,More photos“ í sama glugga til að skoða myndasafnið mitt.

Meira var það ekki.

Klisjurnar eru því miður sannar. [ FLP ]

•maí 30, 2009 • Færðu inn athugasemd

Ökumaður svarts Range Rover Sport, bílnúmerið FLP, taktu eftir ef svo ólíklega vill til að þú gúglir bíldrusluna þína og sjáir þetta. Það myndi gera umferð landsins gott ef þú yrðir skikkaður í ökuskóla hið snarasta og kannski eina allsbera flengingu í lokin fyrir framan bekkinn helvítið þitt.

Að svína sínkt og heilagt í veg fyrir aðra bíla (þ.á.m. mig með barn sem farþega) á Miklubrautinni, gefandi engin stefnuljós á svínslegum hraða í þokkabót, er vægast sagt ofbeldisakstur og furðulegt að þú hafi ekki endað í slysi á leið þinni að aðreininni að Kringlunni.

En, batnandi fólki er best að lifa, og megi einnig aðrir ökumenn sem lesa þetta hugsa sinn gang ef þeir temja sér ekki nema brot af hegðun ökumanns Land Rover Sport með bílnúmerið FLP.

Arrogant idiots choice of car.

Frá sólu

•nóvember 29, 2008 • Færðu inn athugasemd

Sun

Tekið í Vestmannaeyjum í mánuðinum í skítakulda en afar fallegu veðri annars.

Þjóðhátíðarhelgin (verslunarmanna hvað?)

•ágúst 4, 2008 • Færðu inn athugasemd

Ég vil byrja á því að óska fólki þolanlegrar þynnku, nóg er af henni í dag. Ef maður gæti nú virkjað þá myglu í hausum og líkömum fólks þá væri maður með næga orku til að lýsa upp Reykjavík. 🙂
Hehe.

Sjálfur átti ég afskaplega góða útivistar og flakk helgi. Fór með tveimur blómarósum Gullfoss og Geysis rúntinn á laugardegi í glimrandi góðu veðri. Við stoppuðum á Þingvöllum, við Laugardalshelli þar sem ábúendur voru allt fram á 20 öldina.
Við áðum á Geysi, fengum okkur að borða, tókum myndir og húðskömmuðum misvitra ljósmyndaratúrista sem bröltu að börmum Geysis sjálfs. Maður hefði ekki spurt að leikslokum ef einhver þeirra hefði dottið ofan í. Soðnar túristalappir einhver?
Eftir Geysisstopp var ferðinni haldið að Gullfossi en frá annari átt en fólk er vant að fara. Vegurinn að svæðinu hinum megin við fossinn er voðalegur, og versnaði bara eftir því sem maður komst nær, enda stöðvaði ég bílinn áður en hann færi að setjast á grjótið. Restina löbbuðum við þó langt væri enn að fara.

En gangan var svo sannarlega þess virði. Útsýnið er stórkostlegt þarna megin við Gullfoss og hrikalegt að sjá gljúfrið sem maður alla jafna sér ekkert af ef maður kemur túristamegin að.
Í gær var það svo bara afslöppun en í dag verður annað á könnunni.

Ég póstaði fáeinum myndum úr ferðinni. Set mun fleiri myndir inn seinna.

Bræður mínir og frændur eru án efa í stórum hópi þreyttra, þunnra en sællra þjóðhátíðargesta sem bíða nú þess eins að jafna sig og komast heim. Ég óska þeim alls hins besta og heiti því að mæta á þjóðhátíð á næsta ári. Já sko ég ætla að panta allt áður en vorið byrjar! 😀